Auglýsing

Ógnvægleg þróun í skellinöðrumálum í Breiðholtinu – „Ég óttast að þetta endi með banaslysi“

Hún Svandís hefur miklar áhyggjur af skellinöðrumálum í Breiðholtinu – og miðað við dæmin sem hún tekur þá er það ekki skrýtið.

Það sem hún mælir með að fullorðna fólkið geri er eitthvað sem ég vona að allir taki til sín hér á landi – því að annars gæti þetta einmitt endað hræðilega illa.

Ég var að keyra Jaðarselið um kl. 20:30 þegar ég mætti tveimur ljóslausum skellinöðrum á öfugum vegarhelmingi (keyrðu á móti umferð). Ökumennirnir mega þakka fyrir að ekki var keyrt á þá. Á föstudagskvöldið var keyrt á ungling á vespu við Fjarðarsel/Flúðasel.

Höldum áfram að tala við unglingana okkar og brýna fyrir þeim að fara gætilega og fara að lögum. Tuðum í þeim þar til við verðum blá í framan og sameinumst um að taka tækin af þeim ef þau fara ekki að lögum. Ég óttast að þetta endi með banaslysi og það verður fyrst og síðast á ábyrgð okkar fullorðna fólksins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing