Auglýsing

Öldutúnsskóli BANNAR nemendum að nota farsíma – „Við óskum eftir góðu samstarfi við heimili“

Öldutúnsskóli hefur tekið þá ákvörðun að banna nemendum að nota farsíma í skólanum og benda á að nemendur sem þurfa að nota snjalltæki í námi hafi aðgang að þeim í skólanum.

Skólinn óskar eftir góðu samstarfi við heimili í þessu máli, sem þau fá vonandi. Á heimasíðu skóla var að finna þennan texta um málið:

Frá og með 1. janúar 2019 verður óheimilt að nota farsíma á skólatíma nemenda. Þetta þýðir að ekki má nota síma fyrir fyrstu kennslustund dagsins, í frímínútum, hádegishléi, á leið í eða úr íþróttum, í kennslustundum, eftir síðustu kennslustund og í frístundaheimilinu.

Ef nemendur koma með farsíma í skólann á að vera slökkt á þeim og þeir ofan í tösku eða í læstum skáp nemenda (á við unglingadeild).

Ef foreldrar þurfa að ná sambandi við börnin sín á skólatíma á að gera það í gegnum skrifstofu skólans. Foreldrar barna í frístundaheimili eiga að hafa samband við frístundaheimilið ef það þarf að koma einhverjum skilaboðum til barnanna.

Nemendur hafa aðgang að snjalltækjum í skólanum á skólatíma og eiga því ekki að nota eigin snjalltæki í skólanum. Nemendur á öllum stigum geta nýtt spjaldtölvur í námi.

Þessi regla hefur verið í gildi og því er engin breyting á skólareglum. Þar segir að nemendur eigi ekki að koma með óþarfa hluti í skólann. Það hefur verið litið framhjá þessu undanfarin ár varðandi unglingana því þeir hafa stundum fengið að nýta símana í námi. Nú þarf það ekki lengur með tilkomu spjaldtölva.

Brjóti nemendur þessa reglu varðandi símana verður það unnið skv. agaferli skólans.

Við óskum eftir góðu samstarfi við heimili vegna þessara breytinga.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing