Auglýsing

Pálína lærði að elska líkama sinn eftir að hún ÞYNGDIST um 25 kíló – MYND fyrir og eftir

Flest okkar þekkja baráttuna við að fá hinn fullkomna líkama – og er alltaf mikil áhersla á að grennast og léttast. Allt til að finna lífshamingjuna.

Pálína Ósk Ómarsdóttir fór talsvert aðra leið að þessu. Eftir að hafa reynt fyrir sér í fitness – og öllum æfingum sem fylgdu því, verið 53 kíló, þá var það ekki fyrr en hún lærði að elska eigin líkama og þyngst um 25 kíló – sem hún fann hamingjuna.

Pálína skrifaði þennan stutta pistil sem hún deildi á Instagram síðu sinni:

Ég vildi bara deila þessu með ykkur, af því ég veit að það eru fullt af stúlkum sem hafa gengið í gegnum þetta – og það er ekki auðvelt. Það tók mig mörg ár að finna hugarró.

Ég er svo ánægð með sjálfa mig í dag. Ég elska hvernig ég er og er full hamingju, þakklát fyrir lífið. Það er miklu einfaldara að lifa og vera ánægð, frekar en að vera alltaf berja sjálfa mig niður fyrir að vera ekki grönn eða fullkominn. Ég er með mín slitför og appelsínuhúð. Ég er ekki með flatan maga en fyrir mig er það fullkomið. Granna ég hataði sjálfa mig. Allt sem ég hugsaði um var að vera grönn. Ég var svo leið, þunglynd og hataði líkama minn. Ég vildi aldrei fara í sund af því ég vildi ekki að neinn sæi mig, því í mínum huga var ég feit.

Í dag fer ég að synda, lifi lífi mínu og geri það sem ég vil með hamingjusaman, heilbrigðan huga. Lærðu að elska sjálfa/n þig!

Hér má svo sjá myndir af Pálínu – frá því að hún var í fitness – og svo hvernig hún lítur út í dag.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing