Það virðist vera sem einhverjir hafi alveg misst það úr pirringi út af tjaldvögnum í stæðum í Breiðholtinu og ákveðið að færa þá bara úr stæðunum án leyfis.
Vagnarnir enduðu eiginlega bara út á götu fyrir vikið.
Upphófst mikil umræða (74 ummæli) í hópnum „Íbúasamtökin Betra Breiðholt“ sem endaði með því að það fékkst staðfest frá Bílastæðasjóði – tjaldvagnar eiga að vera í stæðum:
Fólk var samt almennt ekki sátt með að vagnarnir væru að taka upp stæði á bílastæðum fjölbýlishúsa – en kannski ekki alveg jafn ósátt og þau sem færðu þessa vagna.