Auglýsing

Prestur segist óvart hafa náð mynd af VERNDARENGLI

Margir trúa því að verndarenglar vaki yfir okkur og þegar einhver lifir af stórslys þá er oft sagt að einhver hljóti að vera að passa uppá viðkomandi.

Maður nokkur í Bandaríkjunum lenti í hrikalegu bílslysi og slasaðist illa. En honum tókst að skríða út úr bílnum og reiknað er með því að hann muni ná sér að fullu.

Eins og með flest bílslys var aðkoman ekki góð og mörgum fannst kraftaverki líkast að maðurinn hefði yfirhöfuð lifað af.

Presturinn Michael Clary stoppaði við bílinn og ákvað að biðja fyrir manninum á meðan beðið var eftir sjúkrabílnum.

Hann segist hafa verið í „prayer mode“ eða „algjöru stuði til að biðja“ – og síðan ákvað hann að smella nokkrum myndum af vettvangi.

Það var þá sem hann myndaði óvart verndarengil.

Hvað segið þið – sjáið þið verndarengilinn á myndinni?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing