Það er vel þekkt að almenningsklósett séu ógeðsleg, illa þrifin og jafnvel hættuleg. Til að hvetja fólk til að nota almenningsklósett þá ákvað hönnuður þeirra að hafa veggina þannig að hægt væri að sjá í gegnum þá. Fólk getur þá gengið framhjá og séð að enginn er inni, allt er hreint og svo framvegis.
Þetta er þó frekar furðulegt en hugmyndin er þegar fólk læsir þá fyllast veggirnir af efni þannig ekki sést inn að utan. Það er þó augljóst að ef eitthvað klikkar í tækninni þá ertu að fara á klósettið fyrir framan alla sem eiga leið hjá.
Skemmtileg hugmynd en ekki víst að fólk samþykki þetta svo auðveldlega.