Rannsókn sem notaðist við 3D módel af limum, komst að því að konur vilja heldur stærri lim – en meðalstærðin almennt er. Gilti þetta bæði um einnar nætur gaman og langtímaskuldbindingu.
Rannsóknin var leidd af Dr. Nicole Prause, taugasérfræðingi í UCLA.
Rannsóknin var framkvæmd þannig að 100 möguleikar voru þrívíddarprentaðir í bláu – og svo fækkað niður í 33. Limirnir voru frá 8 sentimetrum – upp í 22 sentimetra.
Stærðin sem var vinsælust meðal kvenna var 16 sentimetrar – en meðalstærð karlmanna er 12,7 sentimetrar. Þannig almennt vantar karlana svona 3,3 sentimetra upp á að ná þessari fullkomnu ánægju.
En eins og við vitum nú samt – þá skiptir stærðin ekki máli …