Auglýsing

Reynsla Jódísar sýnir að Hringbrautin er enn hættuleg – „Þetta snerist um millimetra og sekúntubrot“

Hún Jódís Eva skrifaði þessa opnu færslu á Facebook þar sem hún segir frá því að lítið virðist hafa breyst á Hringbrautinni þrátt fyrir slysið sem átti sér stað og alla fjölmiðlaumfjöllunina sem kom í kjölfarið.

Jódís deildi þessari færslu meðal annars með Facebook hópnum ‘Vesturbærinn’ með yfirskriftinni: „Hringbraut heldur áfram að leika listir sínar…“

Við krakkarnir og frændi ákváðum í sakleysi okkar að nýta yndislega sumarveðrið sem við fengum á okkur í gær til rölta ofan úr Vesturbænum niður í bæ á leiksýningu í Þjóðleikhúsinu.

Ég minni börnin mín reglulega á að það er ekki nóg að fylgja bara umferðarreglum þegar gengið er um Reykjavík, það þarf alltaf að vera meðvituð um að stundum eru bílstjórarnir ekki alveg vakandi og grænt ljós er ekki nóg, það þarf að bíða eftir að allir séu 110% stopp. Sem við gerðum þarna á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar; allir sjáanlegir bílar grafkjurrir. Krakkarnir voru öll á undan mér og þegar við vorum rétt ókomin á eyjuna í miðjunni rek ég augun í bíl sem nálgast óþægilega hratt og stækkar og stækkar og ég átta mig ekki alveg á því hvað er að gerast fyrr en bíllinn nauðhemlar og Rebekka bókstaflega hoppar undan hjólunum – ég er alveg á því að ef hún hefði ekki stokkið svona að þá hefði ekki verið hægt að komast hjá allavega fótbroti og líklega einhverju þaðan af verra, þetta snerist um millimetra og sekúntubrot.

Krakkarnir eru komin uppá eyjuna og ég er ekkert óskaplega meðvituð um hvað þau eru að gera, ég stend bara þarna á götunni og stari á bílstjórann. Ég bara glápi á hann þegar hann rúllar niður glugganum og segir “sorry sorry sorry!” bæði við mig og Rebekku… og vorkunn mín á honum að vera í þessum aðstæðum, að hafa næstum því keyrt niður barn, trompar alla brjálæðislegu löngun mína til að öskra á hann, þannig að ég bara ráfa yfir restina af götunni og þegar þangað er komið er ég allt í einu farin að ofanda og hágráta.

Krakkarnir virðast að mestu bara upp með sér að hafa lent í svona svaka flottu atriði sem verður gaman að segja vinunum frá á mánudaginn – eða þá að þau ná ekki að díla við sínar eigin tilfinningar því þau eru allt í einu öll orðin meðvirk í að knúsa mig og hjálpa mér að anda inn og út – en allavega halda þau ró sinni. Ég stend þarna með sitthvort barnið undir sitthvorum handleggnum og veit varla hvað er að gerast þegar allt í einu kemur kona upp að okkur og spyr hvort allt sé í lagi. Ég í alvörunni man EKKERT af því sem okkur fór á milli, nema það að hún bauð okkur far og að Patrek (frændinn) spurði mig hljóðlega en mjög skeptískur þegar ég er að smala hópnum í átt að bílnum hvort ég þekkti þessa konu, því allt sem honum hefur verið kennt hingað til bannar honum skiljanlega að fara upp í bílinn hehe.

Allavega, þegar uppí bílinn er komið kemur í ljós að bílstýran hafði ekki hugmynd um hvað hafði gerst þarna á götunni, hún sá bara konu á gangstéttinni sem virtist vera að fá asthma-kast og ákvað að bjóða henni far og var mjög sjokkeruð þegar ég gubbaði því uppúr mér með miklum andköfum og handapati hvað hefði gerst. Hún hleypti okkur úr við Lækjartorg og ég held og vona innilega að ég hafi þakkað henni fyrir, en ég allavega gleymdi að spurja hana að nafni en hvar sem þú ert, þakka þér kærlega fyrir björgunina, miðað við skjálftann í hjánum á mér er ég ekki viss um að ég hafi náð í leikhúsið án þinnar hjálpar og það hefði verið meira sjokk fyrir börnin en nokkurt bílslys!

Núna er liðinn tæpur sólarhringur og ég hef hugsað óskaplega mikið um þetta. Það er rétt rúmur mánuður síðan ég hlustaði á sírenur sjúkrabíls og lögreglu þegar þau pikkuðu upp barn sem var straujað niður á næstu gatnamótum við sem eru víst álíka slæm, það slys, sem fór mun betur en á horfðist, olli miklu fjaðrafoki í hverfinu og hefði ekki gerst ef gatan væri betur skipulögð. Ég kann ekki að keyra og skil því dæmið ekki alveg 100% eins og ökumanneskja myndi gera – en sem þaulvanur gangandi vegfarandi eru það helst beygjuljósin sem eru að trufla mig. en hvernig er hægt að réttlæta þau þarna??

Ég fer mjög oft þarna yfir, ljósin eru rosalega löng og það getur verið alveg ömurlegt að standa þarna í hríð svo mínútum skiptir að bíða eftir að græni kallinn láti sjá sig og svo þegar það loksins gerist þá þarf maður að smegja sér fram hjá bílum sem bara VERÐA að beygja NÚNA! Skilst að samvkæmt lögum að þá á gangandi vegfarandinn alltaf réttinn og langflestir beygjubílarnir stoppa tímanega, eða bíða með að fara af stað þar til ég er komin yfir en mér finnst ég alltaf vera upp á náð og miskun og kurteisi þeirra komin og sé bíla reglulega drífa sig yfir áður en ég er komin að þeim. Og svo gerist það sem gerðist í gær, bíll sér bara að ljósið fyrir hann er orðið grænt og fer bara af stað! Af hverju má ekki gefa mér beygjuljósalausar 30-40 sekúntur til að komast yfir? Á risa-gatnamótum þar sem heil hrúga af grunnskólum og frístundarheimilum skarast á bara verður að gera ráð fyrir að fólk sé fífl!

Ég læt mynd fylgja með sem ég tók á leiðinni heim seinna um daginn og náði þessum blásaklausa hvíta bíl á rosalega góðum stað, hann er akkúrat staðsettur þar sem sá sem klessti næstum á okkur var þegar hann nauðhemlaði og með aðstoð Google og Photoshop, tókst mér að plástra “okkur” inná myndina líka. Afsakið, bílaeigandi, að ég skuli láta þig líta út eins og þú sért að keyra niður fólksskugga ❤

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing