Leikarinn Ryan Reynolds og leikkonan Salma Hayek eru nýbúin að leika saman í mynd. Salma er með 4 milljónir fylgjenda á Instagram og hún deildi ansi skemmtilegri mynd með fylgjendum sínum. Henni var boðið í mat hjá Ryan Reynolds en var allt í einu farin að elda og sjá um barnið hans.
Hún skrifaði undir myndina:
“Þegar vinir manns bjóða manni í mat og maður endar á því að sjá um allt.“