Hver hefur ekki lent í því að vera undir miklu álagi í vinnunni og átt erfitt með að einbeita sér? Það kemur fyrir alla og þegar stressið kemst í hausinn á manni þá gengur ekkert upp.
Margir sálfræðingar halda því fram að sjálfsfróun skili betri árangri í vinnu. Sjálfsfróun losar um stress og pirring, þannig ætti maður að skila af sér betri vinnu.

Prófessor Mark Sergeant sem starfar við Nottingham Trent háskólann skrifaði grein þar sem hann talaði um að allir vinnustaðir ættu að hafa 5 mínútna pásur svo fólk geti losað um stressið.
„Það á að vera augljóst að sjálfsfróun hjálpar manni að halda athygli og ró í vinnu. 5 mínútna pásur ættu að vera í reglum á vinnustöðum. Þó gæti það haft slæmt áhrif fyrir þær manneskjur sem eru lengur en 5 mínútur að fá fullnægingar. Sjálfsfróun er eitthvað sem allir ættu að stunda því það getur minnkað líkur á sykursýki og blöðruhálskrabbameini“. – Mark Sergeant