Er einhver í kringum þig sem segir „andskotinn“ og „helvítis“? Jú það gæti verið vísbending um að þar sé heiðarlegur einstaklingur á ferðinni.
Oftar en ekki fær fólk bágt fyrir að blóta – en í ljós hefur komið að það er ekki alsæmur eiginleiki.
Samkvæmt rannsókn frá University of Cambridge, kemur í ljós að þeir sem blóta eru ólíklegri til að ljúga – eða beita blekkingum.
Yfir 270 manns voru spurðir um uppáhalds blótsyrðið þeirra, af hverju þeim líkaði við það og hvort þau notuðu það mikið.
Eftir það var fólkið spurt urmul spurninga, og þá tengt með lygamæli. Í ljós kom að þeir sem áttu í ástríðufyllsta sambandinu við blótsyrði – var heiðarlega – og kom betur út í lygamælinum – heldur en hinir sem blótuðu ekki.
Meðhöfundur rannsóknarinnar í University of Cambridge, Dr David Stillwell, sagði: “ Blótsyrði eru oft óviðeigandi – en þau geta verið sönnun þess að manneskjan sé að segja þér heiðarlega skoðun. Alveg eins og þau ritskoða ekki mál sitt – þá ritskoðar það ekki sannleikann.
Þar hafið þið það. Blótið eins og skrattinn – og þið gætuð verið tekin trúanlega.