Auglýsing

Síamstvíburar deila líkama með annarri persónu – Carmen og Lupita eru óstöðvandi teymi – myndband

Það getur fæstir ímyndað sér að deila líkama með öðrum einstaklingi. Síamstvíburar eru sjálfstæðir persónuleikar og hafa ólíkar skoðanir. Ekkert reynir meira á samstarf og málamiðlanir en þegar þú ert deilir líkama allan sólarhringinn með annarri persónu.

Carmen og Lupita hafa ekki látið neitt stoppa sig við að lifa lífinu saman sem teymi. Þær sinna áhugamálum þeirra beggja og horfa ekki á sig sem neitt öðruvísi en annað fólk.

Um Síamstvíbura

Síamstvíburar eða samtengdir tvíburar (e. conjoined twins) eru tvíburar sem eru samvaxnir við fæðingu. Þetta gerist þegar okfrumu eineggja tvíbura tekst ekki að skipta sér fullkomlega í tvennt.Samtengdir tvíburar fæðast í einni af hverjum 200.000 fæðingum. Lífslíkur þeirra eru ekki miklar þar sem aðeins 5-25% þeirra lifa. Meiri líkur eru á að samtengdir tvíburar séu stúlkubörn (70-75%).Skipta má samtengdum tvíburum í nokkra hópa eftir því hvar líkamar þeirra eru samgrónir:

  • Á efri hluta bringu (e. thoracopagus) – 35-40% tilfella.
  • Á neðri hluta bringu (e. omphalopagus) – 34% tilfella.
  • Á bakhluta, oftast rassi (e. pygopagus) – 19% tilfella.
  • Á höfði með aðskilda búka (e. cephalopagus) – um 5% tilfella. Í þessum hópi eru tilfelli þar sem bæði höfuð og bringur eru samvaxnar.
  • Á höfuðkúpu (e. craniopagus) – 2% tilfella. Í sumum þessara tilfella er önnur höfuðkúpan vanþroskuð.

Þekkt eru dæmi þess að tvíburar með samvaxin höfuð hafi einnig hluta af heilanum sameiginlegan.Oftast eru samtengdir tvíburar samhverfir, það er spegilmynd hvor af öðrum og báðir jafn lífvænlegir. Stundum kemur þó fyrir að annar tvíburinn nær ekki að þroskast á eðlilegan hátt og verður sníkill á hinum sem þroskast eðlilega. Þá er talað um ósamhverfa samtengda tvíbura (e. parasitic twinning/asymmetric conjoined twins).

(Heimild: Vísindavefurinn.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing