Sigurður Vignir Jóhannsson kom að bílnum sínum – eins og fæstir myndu vilja gera. Einhver hafði fjarlægt öll fjögur nagladekkin undan bílnum í skjóli nætur. Hann leitar nú að þeim sem kunna að hafa verið að verki.
Það var frekar leiðinlegt að koma að bílnum mínum í morgun. Öll fjögur nagladekkin voru horfin. Ég er trúi nú á hið góða í fólki og EF um var að ræða einhvern misgáning þætti mér vænt um ef sá hinn sami myndi hafa samband við mig og skila mér dekkjunum.
Ef einhver minna ágætu nágranna í Árbæ sá hver var að verki væri gott ef sá gæti haft samband við mig.
Þetta gerðist á bílaplani Rofabæ 27.
Deilið endilega fyrir mig eins og vindurinn.