Veitingastaðurinn Public House á Laugaveginum er svokallaður Gastro Pub – sem þýðir að hann býður upp á hágæða bjór í bland við girnilega rétti. Sérstaða Public House er að vera með asísku ívafi.
Íslendingar hafa tekið staðnum opnum örmum – en hann hefur nú verið starfræktur í 2 ár – og var haldið upp á það með pompi og prakt á dögunum.
Af þessu tilefni voru 12 vinsælustu réttir Public House á aðeins 790 kr. allan daginn – og voru ófáir sem nýttu sér þetta tilboð.
Dagurinn var einn stór Happy Hour – og flæddi gleðin ótamið
Boðið var upp á tónlist, grill og gaman – líkt og má sjá á myndum sem fylgja hér með.
Hér má sjá glas sem er alveg í lausu lofti.
Það voru að sjálfsögðu galdaðir fram töfrar eins og þeir gerast bestir.
Rapparinn Bent stóð fyrir bingói sem vakti mikla kátínu.
Ógleymanlegt partý – og mikið stuð á Public House. Til hamingju með árin tvö!