Spekingar héldu að það tæki áratug að koma sjálfkeyrandi bílum á þann stað að þeim væri treyst til að aka á götunum með okkur mannfólkinu. Í Bretlandi er hins vegar stefnt að lögleiðingu sjálfkeyrandi bíla strax á næsta ári.
Samkvæmt fréttinni verða bílstjórar þó að fylgjast vel með bílum sínum – svo það þýðir ekkert að leggja sig við stýrið. Það gilda í upphafi strangar reglur um hraða bifreiðanna. og fleira en Bretar spá því að sjálfkeyrandi bílar fækki bílslysum töluvert á komandi árum.