Myndbandið hér fyrir ofan sýnir hvernig á að gera burpees. Þrátt fyrir gífurlegar vinsældir þessarar æfingar þá eru sumir sem ganga svo langt að segja að burpees séu ekki einu sinni góðar fyrir líkamann.
Einn þeirra er vinstri gæinn á myndinni hér fyrir ofan, hann Patrick Murphy. Patrick þjálfaði Zac Efron í það form sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan til hægri. Patrick segir að burpees séu ekki æfingar sem nokkur manneskja ætti að gera.
Það er erfitt að rífast við mann sem þjálfar svona margar stjörnur og gat komið Zac Efron í þetta svakalega form – sérstaklega miðað við hvernig hann leit út áður.
Murphy segir að burpees sé bara hugsuð sem æfing fyrir hermenn – æfing sem þeir gera til að komast í skjól undan skothríðum sem fyrst og svo komast sem fyrst á fætur eftir það.
En hann bætir við að flestir sem gera æfinguna gera hana kolrangt og hryggurinn er í gjörsamlega rangri stöðu hjá þeim. Hann segir að æfingin sé teknísk og það sé erfitt að gera hana rétt – og þegar verið er að gera hana á miklum hraða þá sé hún sérstaklega slæm fyrir líkamann, því að það dregur úr líkunum á að burpees sé gert rétt.
En ég meina – hver þarf burpees…