Ólöf Embla var gangbrautarvörður í morgun við Hringbraut í föstudagsumferðinni og skrifaði stutta skýrslu í opna Facebook hópnum ‘Vesturbærinn’
Það virðist lítið hafa breyst þrátt fyrir fjölmiðlaumfjöllunina, því að skýrslan lýsir óbreyttu ástandi:
Skýrsla gangbrautarvarðar í föstudagsumferð
Á þeim hálftíma sem ég stóð vaktina (í endurskinsvesti) fóru tveir bílar yfir á rauðu: annars vegar risa trukkur sem svínaði þar á barn og hins vegar hvítur Land Rover rétt um 8:30. Trukkurinn var rækilega merktur og tók fyrirtækið því vel þegar ég hringdi og ætlaði að ræða við bílstjóra sína.
Hraðinn var almennt meiri en á mánudag. Fólk er of fljótt að gleyma sér.