Nú þegar Valentínusardagur heilsar okkur – er ekki úr vegi að rækta aðeins ástina á sjálfum sér og öðrum. Líklega besta leiðin til þess er að drekka 100% kakó – beint úr frumskógum Gvatemala – með dynjandi danstónlist í Björtu loftum í Hörpunni.
Um er að ræða stærstu Súkkulaði Dans Veislu sem að haldin hefur verið á Íslandi. Hún fer þannig fram að fólk sest saman, fær sér kakóbolla – og er síðan leitt yfir í dansinn.
Fyrir þá sem ekki vita hvaða „kakó“ þetta er – þá er það unnið úr kakóbaun – sem ber með sér hæsta magn af magnesíum sem nokkur önnur fæða hefur. Það hefur því gríðarlega slakandi áhrif á líkamann – en um leið ýtir það undir tilfinningar ástar og fegurðar.
„Að dansa í slíku partýi er eitt það skemmtilegasta sem ég geri“, segir Júlía Óttarsdóttir sem mun leiða dansinn.
Hverjir eiga að koma?
Viðburðurinn er opinn fyrir alla – bæði fyrir byrjendur og lengra komna í heimi kakósins. Sjáumst bara hress í dansgallanum!
Hægt er að kaupa miða á Enter HÉR!
Heyra má viðtal við Júlíu um viðburðinn á Rás 2 HÉR!