Auglýsing

Stærsti hellir á jörðinni fannst í Víetnam og hann er ÓTRÚLEGRI en nokkurn hefði grunað! – MYNDIR

Árið 1991 fann bóndi einn óskoðaðan helli við Phon Nha-Ke Bang þjóðgarðinn í Víetnam. Svakalegt vatnsrennsli kom frá innganginum og hræddi hann, svo hann ákvað að fara ekki inn. Innfæddir kölluðu hellinn Son Doong – en enginn þorði að skoða hann nánar.

Það var svo ekki fyrr en 2009 að hópur af breskum vísindamönnum, undir stjórn Howard Limbert,  ákváðu að fara inn í hann. Það sem þeir fundu var ótrúlegt.

Hellirinn var sinn eigin heimur. Fimm kílómetra langur og 150 metra breiður. Vísindamenn gátu staðfest að hellirinn væri sá stærsti í heimi.

Hellirinn er með sitt eigið veðrakerfi – og einstakt gróðurúrval.

Það er meira að segja strönd inni í hellinum.

Mikið er um fossa og bergið hefur tekið á sig marvíslegar myndir.

Hreint ótrúlegt náttúrufyrirbæri – og ekki leiðinlegt að skoða hann einn daginn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing