Stefnumótamenningin er kannski ný af nálinni hér á landi en það verður ekki sagt um Bandaríkin. Í kringum 1980 voru þessir menn allir í leit að ástinni.
Þeir höfðu þess vegna samband við fyrirtæki sem útbjó upptökur sem konur gátu horft á og ákveðið hvort þær hefðu áhuga á mönnunum.
Maður vorkennir þeim smá yfir því að nú, næstum 40 árum seinna, erum við enn að hlæja að þessum myndböndum – en þetta er samt alveg hrikalega fyndið!