Rannsókn hefur leitt í ljós að það að borða súkkulaði yfir daginn getur aukið framleiðni og hamingju.
Enn önnur rannsóknin um súkkulaði – er ekki kominn tími til þess að við förum að taka mark á vísindunum og hættum að vera í „átaki“?
Rannsóknin sýnir að hamingjusamt fólk komi um 10-12% meiru í framkvæmd en fólk sem er hvorki né ánægt. Og hvað gerir fólk hamingjusamt? Nú, súkkulaði!
Rannsókin sem var framkvæmd á vegum Warwick háskólans í Englandi náði til yfir 700 einstaklinga sem voru látnir þreyta þung próf eftir að hafa borðað súkkulaði eða horft á uppistand.
Niðurstaðan var sú að súkkulaði hafði sömu áhrif á heilann og að horfa á uppistand.
Þegar við erum hamingjusöm getum við betur einbeitt okkur betur, erum nákvæmari og sköpunargáfan virðist frjórri. Og ætli þetta eigi ekki bara við um okkur öll?