Sunna Dís Ólafsdóttir birti á Facebook-síðu sinni mynd – af því sem hún hafði óttast. Þar sem vespu-tímabilið er komið í gang
Foreldrar og forráðamenn athugið!
Nú er vespu tímabilið byrjað…
Og Í kvöld gerðist einmitt það sem ég hef verið þó nokkuð hrædd um í svolítin tíma…
2 eða 3 börn, 15 ára gömul á einni vespu, keyrðu á fullri ferð án þess að lìta hvorki til hægri eða vinstri, beint út á götu og í veg fyrir jeppa…. sem betur fer var ökumaður bifreiðarinnar vel vakandi undir stýri og náði að sveigja bílnum þannig að hann keyrir á afturenda vespunnar, með þeim afleiðingum að vespan og farþegarnir skutust í allar áttir enn allir sluppu þá nokkuð vel frá þessum harmleik, gengu allavega sjálfir af vettvangi, sem er með ólíkindum alveg hreint, eiginlega algjört KRAFTAVERK! ❤
Vespan auðvitað handónýt og bifreiðin mjög mikið skemmd, sem er náttúrulega algjört auka atriði.
Kæru foreldrar, fræðið börnin ykkar, sýnið þeim meðfylgjandi mynd í þessum póst, spáið líka í því hvort þau séu tilbúin út í umferðina, og í guðanna bænum passið að þau séu með hjálm.. sem passar! Og að það eigi alls ekki að vera fleiri en einn á vespu.
Eitt er allavega víst að minn gutti fær ekki vespu eftir kvöldið í kvöld !