Virtir sálfræðingar við Harvard háskólann hafa gefið út þessa 6 hluti sem nauðsynlegt er að nota þegar kemur að því að standa sig vel í uppeldi á börnum.
Sálfræðingar hafa áhyggjur af því að nútíma börn fái að eyða of miklum tíma í græjum eins og t.d. iPad í stað þess að fá þá heilbrigðu tilfinningalegu örvun sem þau þurfa á að halda.
1. Eyddu tíma með barninu.
Þetta er grundvöllurinn fyrir góðu uppeldi. Vertu vinur barnsins þíns, lærðu að þekkja það vel lærðu af barninu og leyfðu því að læra af þér.
2. Ef það skiptir mál, segðu það upphátt.
Segðu barninu að það skipti máli hvernig það kemur fram við aðra. Ef þú kennir því einungis með því að skamma það þegar það kemur illa fram lærir það bara að það eigi ekki að koma illa fram við aðra en ekki að það eigi að koma vel fram við fólk.
3. Kenndu barninu að leysa vandamál.
Talaðu það í gegnum skrefin sem það þarf að taka til að leysa vandamál sem það stendur frammi fyrir. Ekki bara segja þeim hvað þau eigi að gera.
4. Gerðu hjálpsemi og þakklæti að rútínu.
Kenndu barninu að sýna þakklæti og hjálpa öðrum. Sálfræðingar mæla með það börnum sé einungis hrósað þegar þau eru góð við aðra af óvenjulegu tilefni. Ekki hrósa barninu ef það er gott við einhvern eða sýnir þakklæti. Þannig kennir þú því að það sé eðlileg hegðun sem ætlast sé til.
5. Kenndu barninu að þekkja neikvæðu tilfinningarnar.
Það er mikilvægt að geta áttað sig á því að maður sé reiður eða afbrýðisamur og fundið ástæðuna fyrir tilfinningunum. Ef þú kennir barninu þínu þetta strax frá unga aldri á það eftir að eiga auðveldara með að vinna úr slíkum tilfinningum síðar í lífinu.
6. Kenndu barninu að sjá heildarmyndina.
Sálfræðingar segja að öll börn eigi ákveðinn fjölskylduhring sem þeim þykir vænt um og finna til samkenndar með. Trikkið er að kenna þeim að finna til samkenndar með öllum manneskjum og að þau hafi færnina til að setja sig í spor annarra. Þetta er hægt með því að tala við þau um þá sem eiga um sárt að binda og leyfa þeim jafnvel að gera hluti sem láta gott af sér leiða. Gefa t.d gömul föt af þeim í fatasafnanir eða eitthvað slíkt.