Ófáir Íslendingar hafa verið að kynnast mætti Vitamix blandarans undanfarið – enda er hann líklega einn sá besti fáanlegi blandarinn á markaðnum í dag – og oft kallaður „Nutribullet á sterum.“
Fyrir utan að vera frábær blandari með mikil gæði – þá býður hann upp á skemmtilega möguleika.
Einn af þessum möguleikum er að hægt er að búa til heita súpu í honum. Eina sem þarf er að setja hráefnin sem eiga að fara í súpuna – og svo stilla blandarann á hæstu stillingu í sirka 6 mínútur – og búmm – þú ert komin með heita súpu. Enginn pottur – eða hella nauðsynleg. Núningurinn af spöðunum hita upp hráefnið í kjörhitastig í kringum 42 gráður – þannig þetta er í leiðinni hráfæði – sem gerir það að verkum að engin innihaldsefni úr grænmeti tapast við gerð súpunnar.
Nánar má sjá hvernig þetta virkar í myndbandinu hér að neðan – en uppskriftin er einföld.
- 6 gulrætur
- 1 laukur
- 1/8 sítróna
- ½ teskeið salt
- ¾ teskeið karrý.
- Svartur pipar.
- 2 bollar grænmetissoð
- ½ bolli af sojamjólk.
Svo bara hræra í sex mínútur!