Auglýsing

Svona er hægt að LÆKNA köngulóa fóbíu á aðeins tveimur mínútum!

Köngulóa fóbía er einhver algengasta fóbía heims ásamt trúðafóbíu. Fóbía er skilgreind sem órökréttur ótti við eitthvað sem engin ástæða er í rauninni til að óttast.

Sem manneskja sem þjáist af köngulóa fóbíu langar mig að taka fram að þess vegna þýðir ekki að segja fólki „þær eru sko ekkert hættulega á Íslandi“. Órökréttur ótti. Við vitum að við þurfum ekki að vera hrædd við þær en erum það samt.

Og þá að máli málanna:

Vísindamenn við Clinical Psychology deildina í háskólanum í Amsterdam segjast hafa fundið leið til að lækna fólk af þessari hvimleiðu fóbíu.

Lækningin felst í því að loka einstaklinginn inni í sama herbergi og könguló.

Rannsakendurnir Marieke Soeter og Merel Kindt komust að þessari niðurstöðu eftir að þeim tókst að finna 45 einstaklinga sem voru í alvöru til í að prufa að láta loka sig inni í herbergi með könguló.

Fólkið fékk reyndar skammt af róandi áður en það fór inn en eftir aðeins 120 sekúndur var það farið að þora að eiga „samskipti“ við köngulóna.

Sumir báðu jafnvel um að fá að prufa að halda á köngulónni.

Eina leiðin til að fá mig til að prufa þetta væri ef ég yrði svæfður áður en ég yrði settur inn í herbergið. Og ég er ekki einu sinni viss um að ég væri til í það þá.

Ef þú héldir að þetta myndi lækna fóbíuna myndir þú þá leggja það á þig?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing