Auglýsing

Svona er það sem vatnskoddinn frá Mediflow virkar

Eirberg/Umfjöllun

Leitin að hinum fullkomna kodda getur verið krefjandi. Maður hefur farið í gegnum hina ýmsustu púða, kuðlað og kramið þá undir hausinn á sér án þess að vera alveg sáttur.

Nú lét undirritaður reyna á Mediflow kodda frá Eirberg. Það eru koddar sem eru fylltir af vatni – og laga sig því alveg að höfðinu meðan maður sefur. Þessir koddar hafa sýnt fram í klínískum rannsóknum að þeir geti bætt svefn og dregið úr hálsverkjum.

Það verður nú að segjast að manni finnst maður dottinn í ansi mikinn lúxus þegar maður hvílir á þessum kodda. Vatnið bylgjast þægilega um höfuðið þegar maður leggst á hann – og færir með sér sérstaka ró. Maður getur líka ráðið hversu mikið vatn maður setur í koddann – upp á það að gera hversu stífur hann er.

Lykilatriðið er að koddinn fylgir eftir hreyfingum manns og heldur því alltaf jöfnum stuðning í gegnum nóttina. Maður þarf því ekki að vakna til að berja hann eitthvað til, eða vasast í honum að öðru leyti. Vatnið sinnir sínu hlutverki fullkomlega.

Fyrir utan vatnið – þá er dúnn í koddanum sem er mjög mjúkur og þægilegur. Og þótt hann sé úr vatni, þá er samt ekkert gutl – eða einhver læti í honum. Allt mjög „smooth“.

Svona kalt mat – þá sé ég ekki 100% dúninn leysa vatnið af í bráð – enda er þetta svona station útgáfa af kodda – og mæli ég með að kodda-áhugamenn gefi vatninu einn sjéns. Ég sé allavega ekki eftir því.

Helgi Jean Claessen, koddaáhugamaður

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing