Við ákváðum að heyra í honum hvernig þetta hefði nú allt saman farið hjá honum.
Nú þegar meistaramánuði sleppir ertu þá með ráðleggingar fyrir framhaldið?
Ég er með nokkra punkta fyrir framhaldið:
– Læra af þessum mánuði og halda áfram með það sem skilaði árangri.
– Nú þegar stutt er eftir þá er gott að gefa í, taka endasprett, gera betur.
– Klára þessa viku, hvíla um næstu helgi og halda svo áfram.
– Ég trúi því að flestir vilji ná árangri og því heldur fólk áfram góðum siðum.
– Ég ráðlegg fólki sem er komið vel á skrið að bæta við æfingum og taka mars með trompi.
-Fyrir þá sem vilja ekki ná árangri get ég lítið gert
– Nú þegar stutt er eftir þá er gott að gefa í, taka endasprett, gera betur.
– Klára þessa viku, hvíla um næstu helgi og halda svo áfram.
– Ég trúi því að flestir vilji ná árangri og því heldur fólk áfram góðum siðum.
– Ég ráðlegg fólki sem er komið vel á skrið að bæta við æfingum og taka mars með trompi.
-Fyrir þá sem vilja ekki ná árangri get ég lítið gert
Hvernig varst þú sjálfur að taka meistaramánuð?
Ég fór að vinna minna og eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Eyddi miklu minni tíma í símanum. Eldaði meira frá grunni, tók til morgunmat kvöldið áður og drakk minna af kaffi yfir daginn.
Ekki slæmt það – og nú er bara spurning að taka sinn eigin Meistaramars!