Sage Northcutt kom í UFC aðeins 19 ára gamall. Það var mikið talað um hann þegar hann kom því hann var einhvers konar karate undradrengur. En hann er því miður búinn að tapa 2 af síðustu 3 bardögum. Við vonum bara að hann nái sér á strik.
Sage er ekki bara góður að slást heldur er hann rosalega kurteis. Hann er eiginlega bara algjör kórdrengur og hér er hann í auglýsingu sem sýnir hvernig hann væri sem lögga…