Ronda Rousey er ástæðan fyrir því að það séu stelpur að keppa í UFC. Hún var meistarinn sem átti ekki að vera hægt að snerta þangað til að Holly Holm kom og rotaði hana.
Ronda er lítið búin að tala við fjölmiðla eftir að hún tapaði á móti Amanda Nunes í desember og fólk hefur mikið velt því fyrir sér hvað sé næst fyrir fyrrverandi UFC meistarann. En margir eru búnir að halda því fram að Ronda sé á leiðinni í WWE og nú er Ronda pínu búin að staðfesta það. Hérna er frekar kjánalegt myndband sem gefur það til kynna að Ronda sé á leiðinni í WWE.