Hvar ert þú á skalanum samkvæmt vísindunum? Það eru allavegana bara 4 stig af fólki sem drekkur, eða 4 týpur, svo það ætti að vera auðvelt að komast að því.
Týpurnar eru:
#1 Félagsleg drykkja (e. Social drinking)
Næstum því allar rannsóknir sem hafa verið gerðar um drykkjuástæður hafa verið gerðar á táningum og ungu fullorðnu fólki. Sama í hvaða menningu eða landi, þá eru félagslegar aðstæður aðal ástæðan fyrir því að ungt fólk drekkur áfengi.
Í þessu módeli þá er félagsleg drykkja leið til að auka skemmtun með vinum. Þetta passar við þá hugmynd að drykkja sé aðallega stunduð í félagslegum frítíma. Félagsleg drykkja er tengd við hóflega notkun áfengis.
#2 Drykkja til vera hluti af hópnum (e. Drinking to conform)
Þetta er þegar að fólk drekkur í félagslegum aðstæðum út af því að þau vilja vera eins og hin og passa í hópinn – ekki út af því að þau myndu venjulega vilja gera það – þau drekka minna en þau sem drekka af öðrum ástæðum.
Þetta er fólkið sem fær sér sopa af kampavíninu til að skála eða er með vín í hendinni allt kvöldið til að forðast að upplifa sig öðruvísi en þau sem eru að drekka.
#3 Drykkja fyrir aukin áhrif (e. Drinking for enhancement)
Það eru til tveir hópar af fólki sem drekkur ekki bara hóflega, og þau eru með áhættusækna persónuleika og hættulegar drykkjuástæður. Fyrri hópurinn eru þau sem drekka til að auka áhrif eða líðan.
Þetta eru yfirleitt extróvertar, hvatvísir og agressífir einstaklingar. Þetta unga fólk, sem eru yfirleitt karlmenn, er líklegra til að leitast eftir því að verða drukkið – og annarra öfgakenndra upplifana – og eru líklegri til að taka áhættur í lífinu.
#4 Drykkja til að höndla lífið (e. Drinking to cope)
Seinni týpan af óhóflegri drykkju eru yfirleitt þau sem upplifa taugaveiklun, upplifa lítið samþykki annarra og þau sem hafa neikvæða sjálfsmynd. Þessir einstaklingar nota mögulega áfengi til að höndla önnur vandamál í lífinu, sérstaklega þau sem eru tengd kvíða og þungdlyndi.
Þessi hópur er líklegri til drekka í gífurlegu magni og upplifa áfengistengd vandamál en þau sem drekka út af öðrum ástæðum.
Þrátt fyrir að það getur verið áhrifaríkt að drekka til að höndla lífið til skamms tíma, þá eru langtíma áhrifin hræðileg. Þetta er yfirleitt út af því að það er ekki leitað lausnar á þeim ástæðum sem urðu til þess að fólkið leitaði í áfengi til að byrja með.
Af hverju skiptir þetta máli
Það eru nýlegar rannsóknir sem sýna að það að vita ástæður fólks fyrir drykkju getur aðstoðað gífurlega við að hafa áhrif á drykkju þeirra og koma þeim út úr vítahring áfengisneyslu þeirra.
Það vantar samt upplýsingar um drykkjuástæður fullorðna til að nýta í meðferðarúrræði, sem vonandi verður rannsakað sem fyrst.
Næst þegar þú drekkur gæti verið gott að hugsa til þess af hverju þú ert að drekka. Það getur haft áhrif á hvernig þú neytir áfengis í framtíðinni.