UFC stjarnan Conor McGregor er búinn að njóta lífsins sem milljarðamæringur eftir að hann barðist við Floyd Mayweather. Eins og heimurinn veit þá eignaðist Conor son fyrir nokkrum mánuðum sem fékk nafnið Conor McGregor Jr.
Í gær var sonur hans formlega skírður og það var heldur betur haldin alvöru veisla fyrir strákinn. Veislan var við Luttrellstown kastalann í Írlandi og þarna voru tívolítæki, alls konar dýr, dansarar og margt fleira.