Gleymdu fótbolta og konum – karlmenn í dag tala um eitthvað allt samkvæmt þessari rannsókn.
Niðurstöður úr könnun sem framkvæmd var á börum í Lundúnum kom verulega á óvart. Settar voru upp faldar myndavélar og yfir 70 klukkustundir af samræðum milli karla á öllum aldri teknar upp.
„Það er gömul mýta að karlmenn ræði bara um „kellingar og fótbolta“ – Í dag eru þeir líklegri til þess að hitta vini sína og ræða einungis um börnin sín,“ segir í skýrslunni.
Í ljós kom að fjöldi vinahópa nefndi ekki fótbolta á nafn og konur voru sömuleiðis lítið til umræðu.
Algengari umræðuefni voru börn, heilsumál og vandamál í samböndum.
Einn maður á kránni þar sem rannsóknin var gerð sagði vinum sínum frá því að hann væri að koma út úr skápnum. Þrír karlmenn töluðu um vandamál með að ná reisn og enn aðrir töluðu um aðra sjúkdóma.
Algengasta umræðuefnið meðal karlmanna voru börnin þeirra.
Niðurstaða rannsóknarinnar er því sú að tímarnir eru að breytast og það gera mennirnir með – bókstaflega!
Karlímyndin er að breytast og Kim Arrowsmith, ein rannsakendanna, segir að verkskipting og jafnrétti kynjanna hafi þau áhrif að karlmenn séu að verða meiri tilfinningaverur