Pablo Escobar var eitt sinn meðal ríkustu manna í heimi – og er þáttaröðin á Netflix að gera sögu hans ítarleg skil.
Líklega er varla til heldur meiri krimmi en sá harðsvíraði glæpon- en bransinn sem hann var í skilaði honum óheyrilegu magni peninga. Svo miklum að hann varð 7. ríkasti maður í heimi – og hreinlega átti Kólumbíu.
Pablo seldi kókaín – og var alls ekki hræddur við álagningu á því. Fyrir hann að framleiða eitt kíló – þurfti hann að reiða fram 6.835 ísl. krónur.
Þetta sama kíló gat hann hins vegar selt fyrir sirka 7 milljónir ísl. króna.
Og já … hann seldi tonn. Hundruðir tonna þannig hann átti mörg hundruð milljarða.
En réttvísin náði að sigra að lokum. Sem betur fer.