Ellingsen sem er ein elsta verslun landsins – eða 101 árs – hefur nú komið sér upp vefverslun. Margir töldu vissulega að Internetið væri bóla og fór Ellingsen eðlilega varlega í að þjóta í slíkar framkvæmdir – en núna þegar hún er kominn upp er þetta allt svo skínandi fallegt!
„Það má segja að vefverslunin sé hugsuð sem viðbót við verslanir okkar á Akureyri og í Reykjavík,“ segir Ásdís Jörundsdóttir rekstrarstjóri Ellingsen.is. „Pælingin er sú að fólk geti farið inn á slóðina www.ellingsen.is annað hvort til panta af Netinu nú eða bara skoðað úrvalið áður en það kíkir í heimsókn.“
Í Ellingsen má finna alls konar vörur sem tengjast hreyfingu og útiveru, svo sem fatnað á börn og fullorðna, tjöld, hjól, sæþotur, buggy bíla, græjur og margt fleira og margt fleira. Í raun allt frá skóm og upp úr – með áherslu á gæði.
Verslunin hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga í raunheimum líka – og er sjón sögu ríkari. Hér eru nokkrar myndir innan úr búðinni eftir breytingar.
Og svo má auðvitað ekki gleyma húfunum og hettupeysunum sem hafa verið að slá í gegn.
Til að skoða nánar nýja og glæsilega vefverslun Ellingsen – smelltu þá HÉR