Stórlið Manchester United og Liverpool mætast á Old Trafford klukkan 14:05 á sunnudag. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið – og vilja margir meina að hér sé stóra próf Liverpool upp á titilbaráttuna. Enda á meðan Liverpool hefur hikstað eftir áramót virðist Man City í hörkugír.
Ole Gunnar sneri gengi United rækilega við með komu sinni til liðsins – og var taplaus þar til í vikunni að hann mætti frönsku meisturunum í PSG.
Nú er spurning hvort glufa hafi myndast í spilamennsku United – sem Klopp nái að nýta – eða hvort hikst Liverpool haldi áfram.
Betsson hefur gefið út sínar líkur og þar er Liverpool spáð naumum sigri.
Eitt er víst og það er að taugar stuðningsmanna verða þandar – enda klassískar rimmurnar milli liðanna.