Auglýsing

„Þegar þú lest þetta þá mun ég ekki lengur vera á lífi…“

Charlotte Kitley, eða Charley eins og hún var kölluð, var reglulegur bloggari á Huffington Post áður en hún lést úr krabbameini.

Hún bað blaðið um að birta síðasta pistilinn sinn eftir andlátið hennar – og hann er allsvakalegur í lestri og kennir manni eitt og annað um að njóta þessa lífs sem við lifum.

Við þýddum pistilinn hennar og mælum sterklega með lestri hans.

Ég hef alltaf verið góð að plana. Mér líkar listar og tikk-box, to-do listar og markmið. Ég er mjög góð í að byrja hluti, en í hreinskilni sagt, á ég mjög auðvelt með að fyllast leiða yfir hlutunum þegar nýja brumið fellur af þeim.

Mér hefur ekki boðist sá lúxus að leiðast yfir því að vera með krabbamein. Það er ekki eitthvað sem þú getur bara gefist upp á að gera – af því þú ert ekki upplögð þann daginn. Það er ekki takki sem maður getur slökkt á því. Allavega ekki fyrir mig. Frá mínum fyrsta degi sem sjúklingur, hef ég mætt í öll próf, skanna og fundi. Ég hef reynt allar meðferðir, frá hinum stöðluðu læknismeðferðum, í að borða kotasælu, í nálastungur og djúsföstur.

Krabbamein hefur orðið líf okkar. Frí, hárklippingar og kennslustundir á þyrlu hafa verið skipulagðar í kringum meðferðina. Synir mínir, Danny og Lu hafa orðið að saklausum aðstandendum í baráttu minni. Ég hef varið þá frá því að vita nokkuð af mínum veikindum þótt þeir hafi ómeðvitað stjórnast af þörfum mínum. Ég vona að ég hafi samt náð að skila af mér góðum, hugulsömum og yndislegum börnum.

Sakleysið sem við höfum varið – hefur nú þurft að vera leitt fram í dagsljósið. Frá og með afmælinu mínu, byrjaði mér að “líða illa.”. Við kíktum á spítalann þar sem hefðbundin próf fóru fram. Því miður voru niðurstöðurnar ekkert minna en hræðilegar. Við vorum ekki lengur að skoða þetta mánuð fyrir mánuð með tveggja mánuða öryggisramma. Mér voru gefnir nokkrir dagar, kannski nokkrar vikur. Það var ekki búist við að ég gæti yfirgefið spítalann – en einhvern veginn – tókst mér að finna styrkinn til að snúa aftur heim, til að eyða þeim litla tíma sem ég hef með börnunum mínum og elskulegum eiginmanni.

Sem ég skrifa þetta, sit ég á sófa, nokkuð verkjalaus og er upptekinn með lítil verkefni, að skipuleggja jarðaförina og selja bílinn minn. Við vöknum þakklát á hverjum morgni fyrir að geta knúsast og kysst börnin.

Þegar þú lest þetta, mun ég ekki lengur vera á lífi. Maðurinnn minn, Rich, mun reyna að setja einn fótinn fram fyrir hinn, til að komast af, dag frá degi, vitandi að ég mun ekki lengur vakna við hlið hans. Hann mun ef til vill dreyma mig, en í morgunsólinni, mun rúmið vera tómt. Hann mun taka tvo bolla úr skápnum, en átta sig á að hann þarf bara að útbúa kaffi fyrir einn. Lucy mun þurfa einhvern til að rétta henni boxið með hárteyjunum hennar. Danny mun verða búinn að týna einum af Lego löggukörlunum sínum, en enginn mun vita nákvæmlega hvar á að leita. Þú munt ef til vill leita eftir nýju bloggi frá mér – en það verður ekki. Þetta er síðasti kaflinn.

Þannig nú skil ég eftir holu í tilverunni. Ekki bara heima hjá mér – heldur á heimilum vina og stórfjölskyldu. Mér þykir fyrir því. Ég myndi elska að vera enn með ykkur, hlæjandi, borðandi skrýtna matinn minn og bullandi eitthvað við ykkur. Ég er með svo mikið líf sem mig langar til að lifa, en ég veit það mun ekki verða. Ég vil vera hérna til að sjá vini mína halda áfram með líf sitt, sjá börnin mín verða fullorðin og verða gömul með Rich. Mér er neitað um allan þennan munað.

En, þér er ekki neitað um þessa hluti. Þannig, í fjarveru minni, plís, plís, njótið lífsins. Takið það með báðum höndum, grípið það, hristið og trúið á hverja sekúndu af því. Dýrkið börnin ykkar. Þið hreinlega vitið ekki hvað þið eruð blessuð með að mega tuða í þeim á morgnana, segjandi þeim að flýta sér og bursta tennurnar.

Elskaðu þá sem eru þér næstir – og ef þeir elska þig ekki til baka – finndu aðra sem gera það. Allir eiga skilið að elska og vera elskaðir tilbaka. Ekki sætta þig við neitt minna. Finndu vinnu sem þú elskar, en ekki verða þræll hennar. Þú munt ekki verða með “Ég vildi óska að ég hefði unnið meira” á grafsteininum. Dansaðu, hlæðu og borðaðu með vinum þínum. Sönn, heiðarleg og sterk vinatengsl eru blessun og valmöguleiki – miklu frekar en blóðtengsl. Veldu þá sem þú hefur í kringum þig vandlega – og baðaðu þau í allri þeirri ást sem þér er fært. Umkringdu þig með fallegum hlutum. Lífið er með fullt af gráma og sorg – finndu regnbogann og rammaðu hann inn. Það er fegurð í öllu, stundum þarf að líta vandlega til að sjá hana.

Þannig þetta er það sem ég hef að segja. Takk fyrir alla þá ást og vinsemd sem ég hef fengið að njóta síðastliðinn 36 ár. Allt frá leiðinlegu stelpunum á leikvellinum sem stríddu mér í æsku – til sorgmæddra eiginmanna sem hafa misst konurnar sínar og sagt mér frá hvernig konurnar þeirra undirbjuggu þá fyrir sinn dauða. Allir sem ég hef átt samskipti við hafa átt þátt í að móta þá manneskju sem ég er.

Núna má öll ást til mín, breiðast til eiginmanns míns og barna – núna áður en þið lokið gardínunum í kvöld, lítið upp í næturhimininn og kíkið eftir stjörnu, það verð ég, lítandi niður, að sötra pina colada og njótandi konfektkassa með mjög dýru súkkulaði.

Góða nótt, kærar kveðjur og Guð blessi ykkur,
Charley xx

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing