Theodór staddur í Perform.is að massa sig upp.
Theodór Már Guðmundsson er mögulega hávaxnasti maður Íslands. Hann er 23 ára kraftlyftinga- og aflraunakeppandi – og er hvorki meira en minna en 208 cm hár – eða þremur sentimetrum hærri en Fjallið.
Bara svona rétt til að byrja þetta – ertu í alvöru 208 cm hár?
Ég er í alvöru 208 cm hár, hahaha!
Hvað er á stefnuskránni hjá þér? Eru einhver mót framundan?
Ég stefni á að keppa í sumar á mótunum Vestfjarðarvíkingnum, Samsung mótinu, Austfjarðartröllinu, Sterkasti maður Suðurnesja og svo í Bóndabeygjunni í Sandgerði.
Hver eru þín persónulegu met í aflraunum og kraftlyftingum?
Mín persónulegu met í aflraunum og kraftlyftingum eru búin að vera sífellt hækkandi nánast vikulega síðan í febrúar þegar ég byrjaði að æfa í Thor´s Power Gym og fá aðstoð og ráðleggingar frá sterkustu mönnum Íslands og jafnvel heims!
Þannig það er voða erfitt að sjá hvar ég stend akkurat núna en ég hlakka ótrúlega mikið til að sjá hvað ég get gert á mótunum í sumar og svo bæta mig ennþá meira eftir þau þangað til ég verð sterkasti maður heims, haha.
Hvaða fæðubótaefni notarðu til að ná meiri árangri?
Optimen fjölvítamín, kreatín og Serious Mass gainer sem ég fæ í Perform.
Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem eru að stíga sín fyrstu spor í kraftlyftingum og vilja ná langt?
Það sem ég myndi ráðleggja þeim sem eru að byrja og vilja ná langt er líklega að netið er vinur þinn, Youtube, Instagram og Google. Leita af hvernig á að bæta sig og prófa. Leggja sig allan fram og fylgjast með hvernig þeir bestu og fyrirmyndirnar þínar gera hlutina en bara muna að bera ekki sinn kafla 1 við kafla 30 hjá einhverjum öðrum.
Það er ótrúlega létt að missa áhugann og trú á sjálfum sér ef maður er endalaust að bera sig saman við aðra sem eru komnir lengra en þú. Árangur tekur tíma og ef þú heldur ótrauður áfram og gerir allt sem er í þínu valdi til að verða betri þá muntu sjá hversu langt þú hefur komið frá byrjunarreit eftir nokkur ár og munt aldrei sjá eftir því.
Ef þú vilt fylgjast nánar með Theodóri þá finnur þú hann HÉR á Instagram og HÉR á Youtube!