Líkurnar á bata eftir heilablóðfall/slag aukast til muna ef sjúklingurinn kemst undir læknishendur á innan við þremur klukkustundum.
Hér eru nokkrar aðferðir sem við getum öll lært að nota ef grunur leikur á um að ekki sé allt með felldu. Ef viðkomandi stenst ekki þessi próf – þarf að hringja samstundis á sjúkrabíl.
1. Athugaðu hvort viðkomandi getur brosað. Þeir sem fá slag eiga erfitt með að brosa.
2. Getur viðkomandi endurtekið setninguna: ,,Í dag er veðrið verulega fínt“.
3. Athugaðu hvort viðkomandi getur lyft höndum upp fyrir hausinn.
4. Athugaðu hvort viðkomandi getur hreyft tunguna eðlilega.
Á ensku er stundum notast við minnisorðið FAST.
F – FACE: Er andlitið eðlilegt? Tunga, augnlok, getur viðkomandi brosað.
A – ARMS: Hendur upp fyrir haus.
S – SPEECH: Er viðkomandi þvöglumæltur eða á erfitt með að endurtaka setningar?
T – TIME: Ef tilraunirnar gefa til kynna grun um heilablóðfall þarf að panta sjúkrabíl strax. Ekki bíða og sjá hvort þetta lagist!
Þessar einföldu upplýsingar hafa bjargað mörgum. Leggjum þetta á minnið og deilum.