Emily Ratajkowski er leikkona og módel frá Bandaríkjunum. Hún vakti gríðalega athygli fyrir að dansa í myndbandinu við lagið Blurred Lines eftir Robin Thicke árið 2013. Núna fjórum árum eftir þetta myndband er hún komin með rúmlega 12 milljónir fylgjenda á Instagram og ljósmyndarar slást um hana.
En árið 2012 var hún mætt í myndatöku fyrir Treats tímaritið og þegar ljósmyndarinn sá hana bað hann Steve Shaw, sem er ritstjóri tímaritsins, um að reka hana. Honum leist ekkert á hana sem módel.
Emily fór úr fötunum og sýndi þeim hvernig hún liti út og fólkið á settinu varð orðlaust.
„Við fengum sjokk. Hún var fullkomin í alla staði. Mér fannst hún vera eins og Kate Moss nema með líkama. Það þurfti ekki meira en þetta til að sannfæra ljósmyndarann okkar um að við værum með rétta manneskjuna í verkið“.
Myndin hér fyrir ofan hjálpaði henni að fá hlutverk í Blurred Lines og eftir það fór boltinn að rúlla.