Auglýsing

Þessir BARDAGAMENN eru líklegastir á móti Conor McGregor þegar hann kemur aftur í UFC!

Nú fer alveg að koma ár síðan að Conor McGregor varð 155 punda meistari í UFC og margir halda ennþá í vonina um að keppa við þennan írska meistara. Eftir 11 daga mun Conor keppa í boxi á móti Floyd Mayweather en á móti hverjum keppir hann ef hann snýr aftur í UFC?

Hér fyrir neðan eru fimm líklegir andstæðingar.

1. Nate Diaz

Conor og Nate eru búnir að mætast tvisvar sinnum og báðir hafa gengið í burtu með sigur. En margir bíða spenntir eftir þriðja bardaganum og er Nate þar á meðal. Hann segist ekki vilja keppa við neinn nema Conor.
2. Khabib Nurmagomedov

Þessi rússneski bardagamaður er búinn að vinna 24 atvinnubardaga og aldrei tapað. Margir vilja sjá Conor og Khabib mætast því Khabib er vanur að pakka andstæðingum sínum saman. Spurning hvort hann nái því.
Myndaniðurstaða fyrir khabib nurmagomedov
3. Tony Ferguson

Tony Ferguson er búinn að vinna 9 bardaga í röð svo það væri gaman að sjá hvort Conor gæti stoppað hann. Tony mætir líklegast Khabib áður en að Conor kemur aftur svo sigurvegarinn úr þeim bardaga er frekar líklegur til að keppa á móti Conor.
Myndaniðurstaða fyrir tony ferguson
4. George St. Pierre

George er meðal bestu bardagamönnum allra tíma. Hann var lengi meistari í 170 punda flokki í UFC og hætti á toppnum. Hann er að snúa aftur og mun mæta 185 pundameistaranum Michael Bisping. Eftir þann bardaga er mjög líklegt að hann reyni að fá tækifæri á móti Conor því hann var búinn að byðja um það fyrir ekki svo löngu.
Myndaniðurstaða fyrir george st pierre5. Tyron Woodley

Tyron Woodley er 170 punda meistarinn í UFC. Hann varði beltið sitt gegn Demian Maia í síðasta mánuði. Fyrir ári lenti hann í smá rifrildi við Conor McGregor og fólk fór að spá í því hvort Conor væri að stefna á þriðja beltið sitt í UFC.
Myndaniðurstaða fyrir tyron woodley

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing