Ronda Rousey var stærsta stjarna UFC áður en að Conor McGregor mætti og tók við af henni. Hún tapaði beltinu sínu gegn Holly Holm og kom síðan aftur ári seinna og tapaði gegn núverandi meistar Amanda Nunes.
Síðasta helgi var frekar stór helgi fyrir Rousey þar sem hún var á Hawaii að gifta sig. Hún er núna gift Travis Browne en hann keppir í þungavikt í UFC. Þau eru búin að vera saman í tvö ár núna og virðast vera virkilega hamingjusöm þrátt fyrir að það hefur ekki gegnið vel í búrinu hjá þeim.
Dana White forseti UFC sagði í viðtali að honum hafi fundist leiðinlegt að komast ekki í brúðkaupið þar sem hann varð að vera í Las Vegas. En hann sagði líka að Ronda sé ekki ennþá búin að leggja hanskana á hilluna og það sé alveg möguleiki á að hún mæti aftur í búrið.