Það er endalaust mikið af hlutum sem þarf að spá í ef maður ætlar að vera í heilbrigðu sambandi. Það er ekki nóg að spá bara í sjálfum sér og gera ráð fyrir því að makanum finnist það bara allt í lagi. Þetta er samband og þess vegna þurfa báðir aðilar að vinna saman.
Hér eru nokkrir hlutir sem þurfa að vera í lagi ef þú ætlar að vera í heilbrigðu sambandi.
1. Ekki rífast um hvað sé framhjáhald.
Kynlíf og kossar með annari manneskju er í 99% tilvika kallað framhjáhald. Þannig að það er hægt að gera ráð fyrir því að þetta sé bannað. Svo líka ef þú ert í heilbrigðu sambandi þá á þér ekkert að langa í svoleiðis nema með makanum þínum. En annars er hægt að ræða aðra hluti en þetta á rólegu nótunum í byrjun.
2. Ekki eyða pening í vitleysu án þess að makinn viti af því.
Nú eruð þið orðin tvö. Þá verður maður að ræða við makann um það hvernig þið ætlið að eyða peningnum. Ef þú ert að hugsa „en ég vann fyrir þessum pening“ þá er það alls ekki að fara vinna með þér. Þið verðið að hittast á miðri leið og ef þú elskar þessa manneskju þá á það ekki að skipta máli. Ef manneskjunni er skít sama í hvað peningurinn fer þá máttu allveg sleppa þér og gera það sem þú vilt.
3. Deilið einhverjum áhugamálum.
Þó að þú eigir helling af áhugamálum sem makinn þinn hefur engan áhuga á þá áttu auðvitað að halda þeim áfram. En það er gott að reyna finna eitthvað sem að báðir aðilar hafa gaman af svo þið getið gert eitthvað saman. Þú gætir prufað eitthvað af hennar og hún gæti prófað eitthvað af þínum. Ef það gengur ekki þá finnið þið bara eitthvað nýtt og frábært.
4. Berðu virðingu fyrir tíma makans.
Eins og við töluðum um áðan þá eruð þið núna tvö og þú verður að hugsa um meira en rassinn á sjálfum þér. Ef að þú ert búinn að plana eitthvað með makanum ekki hætta við korter fyrir eða sleppa því að láta vita. Það er ekki kúl. Og ekki fara að gera eitthvað sem tekur tíma án þess að láta vita. Auðvitað máttu lifa þínu lífi en það er önnur manneskja sem þykir vænt um þig og getur orðið hrædd um þig ef það heyrist ekkert frá þér í langan tíma. Eitt símtal getur komið í veg fyrir svo leiðinlegt rifrildi.
5. Samskipti eru lykilatriði
Það sem skiptir sennilega mestu máli í heilbrigðu sambandi er að ræða málin. Sama hvað það er, ef þú ert ósáttur með eitthvað, ef að hún er ósátt, ef það er vesen í vinnunni eða hvað sem er. Manneskjan er tilbúin að hlusta og þið eigið að geta fundið út úr öllu saman ef þið bara opnið á ykkur munninn.
6. Kossar
Það hefur verið marg sannað að kossar skipta rosalegu máli. Pör sem að kyssast mikið endast töluvert lengur saman. Kossar halda ástinni gangandi svo hendið ykkur í sleik og verið fersk.
7. Á sömu blaðsíðu í svefnherberginu.
Það skiptir máli að vita hvað makinn vill. Hvað kveikir í honum og hvað virkar fyrir hann. Maður kemst að þessu með því að tala um það og prófa sig áfram. Kynlífið verður að vera í lagi.
8. Ekki miða við fyrra samband.
Það versta sem hægt er að gera er að tala um að þetta hafi verið betra í fyrra sambandi. Þetta á fólk að vita. Auðvitað er eitthvað sem maður saknar frá annari manneskju en nýja manneskjan býður upp á svo mikið að hlutum sem voru ekki í lagi í hinu. Hættu að spá í einhverju gömlu og einbeittu þér að því sem er í gangi núna.
9. Treystu makanum.
Það er fátt sem að ruglar í sambandinu eins mikið eins og afbrýðisemi. Fólk ræður ekkert við sig þegar kemur að afbrýðisemi en það verður að finna einhverja leið. Makinn þinn á vini og sumir eru af hinu kyninu. Það er ekkert að fara klárast bara því þið eruð saman. Þá á makinn eftir að hugsa mikið um það og allt fer í spól. Treystu makanum og ræðið saman.
10. Ekki hlaupa í burtu frá rifrildum.
Fólk á alltaf eftir að rífast. Ekki reyna að forðast það því þá á þetta bara eftir að byggjast upp og verða að einni risa sprengju. Það er ekki gaman. Eins og við erum búin að fara vel yfir hérna þá skiptir rosalega miklu máli að ræða allt.