Færst hefur í vöxt að fólk færi sig frá hefðbundnum sígarettum og fari að veipa.
Ýmsar rannsóknir hafa farið fram til að sýna muninn á þessu tvennu. Meðal annars þetta myndband hér að neðan sem sýnir hvað situr eftir 90 reyktar sígarettur og samsvarandi magni af veipvökva. Munurinn er nokkuð sláandi.
Til að taka frekari púls á málinu, þá töluðum við við Braga hjá veipversluninni Djáknanum. Hvernig upplifir hann sína viðskiptavini? Líður fólki betur eftir að það færir sig úr tóbaki?
„Við tökum eftir því hvað okkar viðskiptavinum líður mun betur þegar þau hafa hætt að nota tóbak og farið að veipa. Sjálfur upplifði ég stóran mun við að skipta og leið miklu betur.“
Í myndbandinu má sjá muninn á sígarettum og veipi.