Söngvarinn Justin Bieber ákvað að skella sér í smá frí. Hann fór á litla eyju sem heitir Makepeace Island og er í eigu milljarðamæringsins Richard Branson. Þarna eru Justin Bieber og vinir hans með þessi litlu eyju algjörlega út af fyrir sig. Enda kostar nóttin um 620 þúsund krónur.
Eyjan er í laginu eins og hjarta og henni fylga alls konar fríðindi. Þarna er tennisvöllur, stór sundlaug, útibíó og margt fleira.