Í árafjölda hafa rannsóknir sýnt að svefnleysi leiðir til verri afkasta í daglegum störfum. Nú er hins vegar komin önnur góð ástæða til að láta ekki vanta upp á svefninn.
Í rannsókn sem var framkvæmd af American Academy Of Sleep Medicine og kom fram í útgáfu af Sleep Magazine – kom í ljós að svefnleysi getur valdið því að fólk eldist hraðar en annars.
„Gögnin okkar styðja þá kenningu að ein nótt þar sem fólk fær ekki nægan svefn, hraðar líffræðilegri öldrun.“ sagði Dr. Judith Carroll sem er ein þeirra sem leiðir rannsóknina.
Rannsóknin fór fram á 29 manns yfir fjórar nætur – og var ekki aðeins gæði svefnsins rannsökuð heldur líka tekin blóðprufa daginn eftir. Niðurstöðurnar sýndu að jafnvel bara ein nótt af lélegum svefni ýtti undir hraðari öldrun.
Magnið sem hver og einn þarf af svefni er tengdur aldri manneskjunnar, en mælt er með að flestir fullorðnir fái allavega 6-7 klukkustundir á nóttu – helst 8 tíma.
Þannig að … ekki reyna að koma þér undan því – þú þarft líka þinn fegurðarblund. Það er vísindlega sannað!