Conor McGregor hefur gert ótrúlega hluti í UFC á síðustu árum. Hann er búinn að gera allt sem hann segist ætla að gera og það fer alls ekkert lítið fyrir honum.
Hann er vanur að hrauna yfir andstæðinga sína bæði á blaðamannafundum og svo líka í miðjum bardaga. Hér má heyra hvað Conor lætur út úr sér þegar hann er að berjast.