SÖLVI AVÓ ÁSAMT SÖLVA TRYGGVA MUN HALDA BULLETPROOF NÁMSKEIÐ ÞANN 25. MARS Á GLÓ ÞAR SEM ÞEIR MUNU KYNNA BULLET PROOF MATARÆÐI BETUR OG HUGMYNDAFRÆÐINA ÞAR Á BAKVIÐ. SMELLTU HÉR TIL AÐ VITA MEIRA.
Við fengum Sölvana til að gefa okkur 14 skrefin í Bulletproof mataræðinu:
14 Skref Bulletproof Mataræðisins:
- Taktu út allan sykur (líka ávaxtasafa, sport drykki, hunang og agave)
- Skiptu út sykri fyrir góða fitu eins og ósaltað smjör, ghee og kókosolíu (einnig mælt með MCT og Bulletproof Brain Octaine oil)
- Taktu út allt glútein (brauð, morgunkorn, pasta)
- Taktu út allt korn, soja, grænmetis- og canola olíur. Líka olíur eins og hörfræ-, hamp- og hnetuolíur.
- Engin aukaefni, bragðefni, litarefni og að sjálfsögðu ekki aspartame eða MSG.
- Neyttu mikið af kjöti sem er lífrænt,villt eða beint frá býli eins og nauta, lamb eða hreindýrakjöt. Einnig fisk, skelfisk og egg.
- Taktu út að mestu baunir og hnetur. Ef notað þá leggja í bleyti, spíra (gerja) og elda þær.
- Taktu út allar gerilsneyddar og fitusprengdar mjólkurvörur. Óunnin og hrá mjólkurvara getur verið í lagi fyrir flesta.
- Ítrekað að allar dýraafurðir séu náttúrulegar og nærist á sinni náttúrulegu fæðu (grasi). Að dýrin séu veidd villt, eins og fiskur og hreindýr. Kjúklingur í lagi úr hamingjusömum hænum.
- Skiptu yfir í lífræna ávexti og grænmeti. Þetta getur verið mikilvægara með sumt en annað.
- Eldaðu matinn ljúflega og varlega. Notaðu vatn ef hægt er (sjóða), ef steikt, steikja á lágum hita. Alls ekki nota örbylgjuofn!
- Mælt er með því að borða einungis 1-2 ávexti á dag. Þá frekar ávexti með lítið af frúktósa eins og ber, sítrónur, vatnsmelónur og epli.
- Farðu varlega í kryddin, notaðu frekar fersk krydd eins og timían, rosemary, kóriander og steinselju.
- Njóttu matarins!
Svo segir Sölvi:
Þetta mataræði er hægt að fara á tímabundið eða til lengri tíma. Þetta er í grófum dráttum mataræði byggt á 50-60% fitu, eitthvað af próteini og kolvetnin koma að mestu eða öllu leyti frá grænmeti. Lítið mál er að fasta tímabundið (e. intermittent-fasting) á rúmlega 400 kaloríu bulletproof kaffibolla til kl 14:00 á daginn (miðað við að þú vaknir 8:00), og það er jafnvel hægt að fá sér annan ef maður vill. Ein kjarngóð fitu- og próteinrík máltíð yfir miðjan daginn, og jafnvel önnur um kvöldið eða gæða sér á einhverju sem passar inní mataræðið ef að annríki leyfir ekki tvær máltíðir.
Ég aðhyllist venjulega grænmetisfæði og hráfæði en hef á þessu tímabili bætt inn nautakjöti, villtum laxi og bleikju, eggjum úr frjálsum hænum og miklu af smjöri. Það sem ég hef einnig haldið í eru valhnetur, chia fræ og avocado (sem er vel Bulletproof). Ég hef verið vel nærður, 18 tíma fösturnar farið vel í mig og kaffið haldið mér orkuríkum og með góða einbeitningu.