Auglýsing

Þetta eru raunveruleg SAMTÖL úr réttarsölum – Hvernig er hægt að halda andliti á meðan þetta fer fram?

Það hlýtur að vera erfitt fyrir réttarritara að halda andlitinu þegar dómsmál verða mjög absúrd.

Hér eru raunverulegar setningar sem voru í bókinni Disorder in the American Courts – og eru með dæmi um það sem fólk hefur sagt í réttarsal.

Lögmaður: Hvað var það fyrsta sem eiginmaður þinn sagði við þig þann morgunn?
Vitni: Hann sagði: „Hvar er ég Cathy?“
Lögmaður: Og af hverju varstu reið yfir því?
Vitni: Ég heiti Susan!
_______________________________
Lögmaður: Varstu kynferðislega virk?
Vitni: Nei ég lá bara þarna.
____________________________________________
Lögmaður: Hvenær er afmælið þitt?
Vitni: Þann 18. júlí.
Lögmaður: Hvaða ár?
Vitni: Öll ár.
____________________________________________
Lögmaður: Hversu gamall er sonur þinn sem býr með þér?
Vitni: Þrjátíu og átta – eða þrjátíu og fimm. Man ekki hvort.
Lögmaður: Hversu lengi hefur hann búið með þér?
Vitni: Í fjörutíu og fimm ár.
_____________________________________
Lögmaður: Þessi sjúkdómur myasthenia gravis, hefur hann áhrif á minni þitt?
Vitni: Já.
Lögmaður: Hvernig hefur hann áhrif á minnið þitt?
Vitni: Ég man það ekki …
Lögmaður: Þú manst það ekki? Geturðu gefið okkur dæmi um eitthvað sem þú manst ekki?
_________________________________
Lögmaður: Læknir, er það ekki satt að þegar manneskja deyr í svefni, þá veit hann ekki af því fyrr en næsta morgun?
Vitni: Náðir þú í alvöru prófum í lögfræði?
___________________________________________
Lögmaður: Yngsti sonur þinn, þessi tvítugi, hversu gamall er hann?
Vitni: Hann er 20 – alveg eins og greindarvísitala þín.
____________________________________
Lögmaður: Varstu viðstödd þegar myndin af þér var tekin?
Vitni: Ertu að grínast í mér?
___________________________________________
Lögmaður: Þannig að dagur getnaður (barnsins) var 8. ágúst?
Vitni: Já.
Lögmaður: Og hvað varstu að gera á þeim tíma?
Vitni: Fá mér á broddinn.
_________________________________________
Lögmaður: Hún átti þrjú börn, ekki rétt?
Vitni: Jú.
Lögmaður: Hversu margir drengir?
Vitni: Engir.
Lögmaður: Voru einhverjar stúlkur?
Vitni: Dómari, ég held ég þurfi annan verjanda. Get ég fengið nýjan verjanda?
____________________________________________

Lögmaður: Hvernig endaði fyrsta hjónaband þitt?
Vitni: Með dauða …
Lögmaður: Og með hvers dauða var það?
Vitni: Þú mátt giska.
____________________________________________
Lögmaður: Geturðu lýst þessum einstaklingi?
Vitni: Hann var um meðalhæð og með skegg.
Lögmaður: Var þetta karl eða kona?
Vitni: Ekki nema að hann hafi unnið í sirkus – þá ætla ég að segja karl.
___________________________________________

Lögmaður: Læknir, hversu margar krufninga þinn hafa farið fram á dauðu fólki?
Vitni: Öllum þeirra. Þeir sem eru á lífi berjast of mikið um.
______________________________________
Lögmaður: Öll svör þín VERÐA að vera munnleg, ókei? Hvaða skóla fórstu í?
Vitni: Munnleg.
_________________________________________
Lögmaður: Manstu hvað klukkan var þegar þú rannsakaðir líkamann?
Vitni: Krufningin hófst um 8:30.
Lögmaður: Og herra Denton var dauður á þeim tíma?
Vitni: Ef ekki, þá var hann það þegar ég hafði lokið mér af.
_________________________________________
Lögmaður: Ertu hæfur til að gefa þvagsýni?
Vitni: Ertu hæfur til að spyrja þessarar spurningar?
____________________________________________
Og að lokum:

Lögmaður: Læknir, áður en þú framkvæmir krufninguna, athugaðir þú með púls?
Vitni: Nei.
Lögmaður: Athugaðiru með blóðþrýsting?
Vitni: Nei.
Lögmaður: Athugaðir þú með öndun?
Vitni: Nei.
Lögmaður: Svo það gæti verið mögulegt að sjúklingurinn hafi verið á lífi þegar krufningin hófst?
Vitni: Nei.
Lögmaður: Hvernig geturðu verið svo viss, læknir?
Vitni: Af því að heilinn á honum var á skrifborði mínu í krukku.
Lögmaður: Ég skil, en hefði sjúklingurinn getað verið á lífi, þrátt fyrir það?
Vitni: Já, það er mögulegt að hann hafi getað verið á lífi og lagt stund á lögfræði.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing