Tækninni fleitir skuggalega hratt fram og ef við myndum einn daginn uppgötva tímaflakk og kíkja til baka til ársins 1920 myndi fólk þar vafalaust fríka út þegar við segðum því að við ættum flöt sjónvörp og rafmagnstannbursta.
Á The Consumer Electronics Show í Las Vegas sem haldin var í vikunni mátti skyggnast inn í framtíðina og sjá hvaða fleiri tækninýjungar eru í vinnslu.
Eins og til dæmis þennan 1000 hestafla FFZero1.
Nth Degree Technologies frumsýndi ljós sem eru prentuð á fatnað og hluti.
Alpha 2 er fyrsti vélmenna þjónninn sem kemur á viðráðanlegu verði. Hann hjálpar til við húsverkin og getur slökkt og kveikt á ljósunum.
Það var mikið um 3D prentaðan mat á sýningunni, eins og til dæmis þessi kaka.
Með nýja ísskápnum frá samsung er hægt að panta mat og senda allri fjölskyldunni skilaboð.
Microbus rafbíllinn frá Volkswagen er sagður camper van framtíðarinnar.
Þessi þyrla eða „quadcopter“ vakti hvað mesta athygli á sýningunni en í henni getur setið ein manneskja.
Þá er bara að bíða þess að þetta dót komi á markaðinn!