Hvað vekur forvitni hjá hinum almenna netverja út í heim? Afhverju ættu útlendingar að hafa áhuga á Íslandi?
Ef við skoðum hversu oft orðið „Iceland“ hefur verið gúgglað í gegnum tíðina er áhuginn frekar lítill en virðist hafa aukist jafnt á síðustu árum, ætli ferðamannastraumurinn ber ekki ábyrgð á því.
Augljóslega sjáum við samt nokkra tinda, sérstaklega í apríl 2010 og júní 2016, þar sem allir út í heimi virðast vera gúggla Ísland!
En hver ætli sé ástæðan?
Með hjálp google er auðveld að komast að því. Hérna eru helstu atburðir í Íslandssögunni síðan 2014 sem hefur látið fólk gúggla okkur!
Nóv 2004 – Gos í Grímsvötnum
Okt 2008 – Bankahrunið
Apríl 2010 – Gos í Eyjafjallajökli (Stærsti tindurinn í miðjunni)
Maí 2011 – Gos í Grímsvötnum
Ágúst 2014 – Bárðabunga
Júní 2016 – Strákarnir okkar á EM (Næst stærsti tindurinn til hægri)
Ef það væri ekki fyrir eldgos að þá myndi engin vita af Íslandi! Fyrir utan auðvitað Strákana okkar, það þekkja allir þá!